Markalaust jafntefli gegn toppliðinu

Káramenn gerðu markalaust jafntefli gegn toppliði Kórdrengja í fjórðu umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Kári er enn án sigurs eftir fjórar umferðir og fyrir síðustu umferð voru þeir með tvö töp og eitt jafntefli að baki. Kórdrengir voru aftur á móti með fullt hús stiga fyrir viðureignina.

Eins og fyrr kemur fram var leikurinn heldur tíðindalítill enda um markalaust jafntefli að ræða. Að leik loknum fengu liðin sitthvort stigið í vasann en bæði liðin standa í stað í deildinni. Kári í 11. sæti með tvö stig og Kórdrengir í efsta sæti með tíu stig.

Næsti leikur Káramanna á Íslandsmótinu verður gegn ÍR í Akraneshöllinni á laugardag kl. 14:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir