Gerðu fýluferð norður

Káramenn þurftu að sætta sig við eins marks tap er þeir heimsóttu Ólafsfirðinga í KF í gærkvöldi í 3. umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu. Skagamenn byrjuðu hins vegar betur í leiknum. Þeir skoruðu eina mark fyrri hálfleilks á 17. mínútu. Þar var á ferðinni Jón Vilhelm Ákason.

Síðari hálfleikur var áhugaverður en engu líkara var en leikmenn Kára væru víðsfjarri á um fjögurra mínútu kafla þegar heimamenn skoruðu öll sín þrjú mörk. Á 73. mínútu skoraði Sævar Þór Fylkisson, á 75. mínútu skilaði Theodore Develan Wilson III knettinum í netið og að lokum, á 77. mínútu, bætti Ljubomir Delic þriðja markinu við. Á sömu mínútu fengu svo Káramenn víti sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson afgreiddi örugglega í netið. Staðan því allt í einu orðin 3-2 fyrir heimamenn í Ólafsfirði. Ekki urðu mörkin fleiri.

Káramenn hafa ekki enn náð sigri á tímabilinu og sitja í 10. sæti með eitt stig. Þeir spila næst gegn Kórdrengjum á Akranesi. Sá leikur fer fram næstkomandi þriðjudag kl. 20:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir