Púttað í veðurblíðunni

Í dag er fyrsta af þremur mótum sumarsins haldið sem félag eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð spila sín á milli í sumar. Seinni mótsdagarnir verða í Nesi í júlí og Borgarnesi í ágúst. Fimmtíu manna hópur kom saman eftir hádegið á púttvellinum við Garðavöll. Lýkur keppni síðdegis. Veðrið lék við fólkið, en 23 gráðu hiti er nú á Akranesi, sól og logn. Það gerist ekki betra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira