Púttað í veðurblíðunni

Í dag er fyrsta af þremur mótum sumarsins haldið sem félag eldri borgara á Akranesi og í Borgarbyggð spila sín á milli í sumar. Seinni mótsdagarnir verða í Nesi í júlí og Borgarnesi í ágúst. Fimmtíu manna hópur kom saman eftir hádegið á púttvellinum við Garðavöll. Lýkur keppni síðdegis. Veðrið lék við fólkið, en 23 gráðu hiti er nú á Akranesi, sól og logn. Það gerist ekki betra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir