Víkingur Ó. þurfti að sætta sig við tap í gær. Ljósm. af.

Kjöldregnir á heimavelli

Víkingur Ó. þurfti að játa sig sigraðan þegar Keflvíkingar unnu sannfærandi sigur á Ólafsvíkurvelli í 2. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í gærkveldi. Bæði lið höfðu unnið sína leiki í fyrstu umferð og mátti því búast við hörku leik.

Leikurinn fór hægt af stað en það voru gestirnir sem reyndust sprækari á upphafs mínútunum. Ólsarar komu sér hægt og rólega inn í leikinn eftir því sem leið á, en hvorugt lið var að ógna marki að einhverri alvöru. Markalaus var staðan því þegar gengið var til búningsklefa.

Síðari hálfleikur varð heldur betur viðburðaríkari. Strax á 48. mínútu var dæmt víti á Pétur Steinar Jóhannsson í liði Víkings. Joey Gibbs fór á punktinn fyrir gestina og skilaði boltanum í markið. 1-0 fyrir Keflavík. Mikið líf færðist í leikinn og skiptust liðin á að sækja. Það var svo á 80. mínútu sem Keflvíkingar komust í stöðuna 2-0. Eftir langt innkast inn í teig heimamanna náði Adam Árni Róbertsson að leggja knöttinn snyrtilega í fjærhornið fyrir sína menn.

Eftir þetta fór botninn undan Víkingi en gestirnir bættu við þriðja markinu á 90. mínútu og svo því fjórða áður en leikurinn var á enda. Niðurstaðan 4-0 Keflavík í vil.

Reykjarnesliðið færir sig í efsta sæta deildarinnar með fullt hús stiga en á meðan sitja Ólsarar í 7. sæti með þrjú stig.

Næsti leikur Víkings verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á föstudaginn kl. 18:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira