Hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir með sigurvegarann í kvennaflokki Thelmu Björk Einarsdóttir á milli sín. Ljósm. AF.

Metþátttaka var í Snæfellsjökulshlaupinu

Snæfellsjökulshlaupið fór fram í tíunda skiptið í gær. Var hlaupið frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur. Þetta er um 22 kílómetrar og er erfið hlaupaleið á köflum, þar sem hlaupið er upp brekkur og um snjóalög. Keppendur voru að þessu sinni 270 sem er metþátttaka. Hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir hafa haldið utan um þetta hlaup frá upphafi, ásamt aðstoðarmönnum og styrktaraðilum.

Það var Maxime Sauvageon sem sigraði í karlaflokki á tímanum 01:36:26. Sigurjón Ernir Sturluson varð annar á tímanum 01:37:25 og Grétar Örn Guðmundsson þriðji á tímanum 01:39:59. Í kvennaflokki sigraði Thelma Björk Einarsdóttir á tímanum 01:51,57, Helen Ólafsdóttir varð önnur og hljóp hún á 01:57:45. Mari Jaersk varð í þriðja sæti á tímanum 02:01:21.

Þrír fyrstu í karlaflokki.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og... Lesa meira

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira