Declan Joseph Redmond skoraði bæði mörk Borgnesinga. Ljósm. Úr safni.

Skallagrímsmenn á toppinn

Meistaraflokkur Skallagríms í knattspyrnu karla fer vel af stað á Íslandsmótinu og hefur nú sigrað fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Borgnesingar tóku efsta sætið í 4. deild karla C-riðli eftir góðan útisigur gegn KM í gærkvöldi.

Þeir gul- og grænklæddu heimsóttu liðsmenn Knattspyrnufélags Miðbæjar Reykjavíkur eða KM á KR-vellinum í Reykjavík. Bæði mörk leiksins komu frá varnarmanninum Declan Joseph Redmond, sem tryggði Skallagrímsmönnum sigur og þrjú stig í leiknum. Fyrsta mark kom á 36. mínútu og það síðara á 66. mínútu. Eins og fyrr segir lyfta Skallagrímsmenn sér upp í efsta sætið með sigrinum sem eru þó jafn mörg stiga og Hamarsmenn en með betri markatölu.

Næsti leikur Borgnesinga er næstkomandi þriðjudag í Borgarnesi gegn KFB. Leikurinn hefst kl. 20:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira