Hart barist í teignum. Ljósm. sas.

Jafntefli ÍA-kvenna

Skagakonur mættu Víkingi Reykjavík fyrir helgi í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í fótbolta.

Liðin skiptust á um að sækja í upphafi leiks og voru bæði til alls líkleg. ÍA átti dauðafæri á 25. mínútu þegar Víkingur bjargaði á línu eftir mikinn darraðadans í teignum. Stuttu seinna náði Nadía Atladóttir að koma Víkingskonum yfir á 31. mínútu eftir að hafa unnið boltann í teig Skagakvenna og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimstúlkur.

ÍA-konur komu ákveðnar í síðari hálfleikinn, pressuðu hátt upp völlinn og voru áræðnar á varnarlínu Víkings. Rétt undir lokin, á annarri mínútu í uppbótartíma, náðu Skagastúlkur að jafna metin. Þá barst boltinn út á Maríu Björk rétt fyrir utan vítateig Víkings og lagði María knöttinn laglega framhjá Höllu Margréti í marki heimastúlkna. Liðin skildu jöfn með sitthvort stigið í vasanum eftir fyrstu umferð.

Næsti leikur ÍA fer fram á Akranesvelli gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi næstkomandi föstudag. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir