Beggi Ólafs með fyrirlestur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi

Síðdegis í dag, klukkan 17, verður Beggi Ólafs með fyrirlestur á Amtsbókasafninu undir yfirskriftinni „Betri í dag en í gær.“ Markmið Begga er að gera allt í hans valdi til að hjálpa fólki að eflast og þróast í lífinu með aðferðum og inngripum úr sálfræði. „Lífið er fullt af erfiðleikum og áskorunum en á sama tíma er það ævintýri með fullt af tækifærum,“ segir í tilkynningu. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir þætti sem styðja fólk í sinni vegferð í átt að þýðingarmiklu, heilsusamlegu og fullnægjandi lífi.

„Einstaklingar geta hagnýtt vitneskju úr fyrirlestrinum til að vaxa persónulega, takast á við krefjandi verkefni og hafa góð áhrif á sambönd í lífi sínu. Beggi miðlar visku sem vonandi fær fólk til að hugsa og hegða sér á áhrifaríkari máta. Sama hvar maður er staddur í lífinu þá getur maður alltaf bætt sig og haldið áfram að læra,“ segir Beggi.

Aðgangseyrir er 1500 kr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira