Frá undirritun samningsins við Halldór. Ljósm. Kkd. Snæfells.

Halldór Steingrímsson þjálfar Snæfell

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við Halldór Steingrímsson um að þjálfa meistaraflokka Stykkishólmsliðsins. Halldór samti við Snæfell til tveggja ára.

Hann hefur um árabil verið viðloðandi íþróttastarf og þjálfun og er menntaður í íþróttastjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu á Facebook-síðu Snæfells.

Halldór starfaði fyrir kkd. Fjölnis um 17 ára skeið, sem þjálfari auk þess að vinna önnur störf innan félagsins. Á síðasta ári þjálfaði hann meistaraflokk karla hjá Sindra á Höfn og var yfirþjálfari yngri flokka. Þá er hann einnig aðstoðarþjálfarai U20 ára landsliðs karla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir