Þráinn Þór Þórarinsson hefur verið á sjó í 35 ár. Ljósm. glh.

„Mikilvægt að bera virðingu fyrir sjónum“

Eskey ÓF er 27 brúttótonna króaaaflamarksbátur sem gerður er út frá Akranesi á vorvertíðinni og eitthvað fram á sumarið. EskeyÓF er í eigu Bjarna Bragasonar útgerðarmanns frá Hornafirði en Þráinn Þór Þórarinsson er skipstjóri á bátnum árið um kring.

„Pabbi var sjómaður alla sína tíð og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég er sjómaður í dag. Mér þótti þetta alltaf flottustu karlarnir þegar ég var ungur. Þá voru sjómenn vinsælir og mun meiri virðing borin fyrir þeim og þeirra störfum heldur en í dag finnst mér,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. Hann hefur nú verið á sjó í 35 ár. „Það er lítil sem engin aðsókn í sjómennsku nú orðið,“ bætir hann við.

Eskey ÓF er línubeitningarbátur sem veiðir að mestu ýsu og þorsk. „Við erum hér í Faxaflóanum á vorin og sumrin en förum svo norður á Ólafsfjörð yfirleitt í ágúst og erum þar yfir vetrartímann. Þar er mun kaldari sjór og meira dýpi. Hér er svo mikil flatneskja,“ útskýrir Þráinn. Ásamt Þráni eru þeir fjórir í áhöfninni í hverri veiðiferð. Aðspurður segir hann þá félaga lenda í alls konar úti á sjó en að mikilvægt sé að skilja öll leiðindi eftir áður en komið er í land. „Maður er ekkert að segja frá öllu. Eins og ég segi, það getur komið ýmislegt upp en maður er ekkert að tala um það,“ bætir hann við.

Sjá viðtal við Þráinn í Sjómannadagsblaði Skessuhorns sem kom út á miðvikudag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira