Stefán fyrir framan Farsæl SH þar sem hann er 2. stýrimaður. Ljósm. tfk.

„Ég var rúmlega óþolandi þar til ég fékk að fara á sjó“

Stefán Viðar Ólason fæddist á Ísafirði 1992 og bjó í Bolungarvík. Hann fluttist átta ára gamall til Grundarfjarðar þegar útgerð Guðmundar Runólfssonar hf. keypti bátinn Heiðrúnu ÍS, en faðir Stefáns, Óli Fjalar Ólason, var skipstjóri á þeim báti sem síðar fékk nafnið Ingimundur SH. Stefán ólst upp í mikilli nálægð við sjóinn og sjómannslífið, en faðir hans var sjómaður alla tíð. Eldri bróðir Stefáns, Samúel Karl, fékk að fara á sjó með föður þeirra þegar hann var sjö ára gamall og Stefán vildi að sjálfsögðu að það sama gengi yfir hann. „Ég var rúmlega óþolandi þangað til að ég fékk að fara með,“ segir Stefán er hann rifjar þetta upp. „Sammi bróðir er átta árum eldri og ég ætlaði sko ekki að vera minni maður en hann,“ bætir hann við.

Ætlaði að verða eins og pabbi

„Ég fékk að fara á sjó með pabba þegar ég var sjö ára gamall og þá kom ég fyrst til Grundarfjarðar þegar báturinn landaði þar í eitt skiptið,“ segir hann. „Ég fór einu sinni til tvisvar á ári á sjó með pabba þegar ég var gutti þangað til að ég fékk loksins pláss hjá honum sem háseti. Það var á Helga SH en pabbi var þá stýrimaður þar. Á tímabili vorum við þrír þar um borð; ég, pabbi og Sammi bróðir,“ bætir hann við. Stefán fékk snemma að kynnast sjómennskunni enda er hún honum í blóð borin. „Ég ætlaði alltaf að verða sjómaður frá því að ég man eftir mér. Ég ætlaði alltaf að verða eins og pabbi sem var mín helsta fyrirmynd í lífinu.“

Rætt er við Stefán í Sjómannadagsblaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira