Ljósm. úr safni/ sá.

Snæfell úr leik í bikarnum

Snæfellingar féllu úr leik í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu, en liðið tapaði gegn Selfyssingum á útivelli með fimm mörkum gegn engu á föstudagskvöld.

Það var Guðmundur Tyrfingsson sem gerði sér lítið fyrir og skorðaði öll fjögur fimm mörk Selfyssinga. Það fyrsta skoraði hann á 21. mínútu leiksins eftir klaufagang í vörn Snæfells. Hann var síðan á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir góða sókn og staðan 2-0 í hléinu.

Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Guðmundur þriðja mark sitt og þriðja mark heimamanna með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Þanngi var staðan þar til á 80. mínútu, þegar Selfyssingar fengu vítaspyrnu eftir að Tomislav Pehar, markvörður Snæfells, braut á Guðmundi í teignum. Hann tók spyrnuna sjálfur, skoraði af öryggi og kom heimamönnum í 4-0. Aðeins sex mínútum síðar var aftur brotið á Guðmundi innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Öðru sinni fór hann sjálfur á punktinn, sendi boltann í netið og innsiglaði öruggan 5-0 sigur heimamanna. Snæfellingar hafa þar með lokið þátttöku sinni í bikarkeppninni að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir