Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði. Ljósm. kgk.

Hafnarstjórinn sem hefði getað orðið prestur

„Ég var alltaf ákveðinn í því að fara í Stýrimannaskólann, allt frá bernsku, og fermingarárið byrjaði ég á sjónum. Ég var reyndar mun yngri þegar ég fór fyrst á sjó með afa mínum þar sem hann var á rauðmaganetum, bara átta, níu ára og bundinn við mastrið. En sem atvinnu hafði ég sjómennskuna frá 14. aldursári,“ segir Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, í samtali við Skessuhorn. „Pabbi var skipstjóri hér í Grundarfirði á bát sem bróðir hans átti. Ég spurði hann hvort ég fengi ekki að fara með honum. „Nei, farðu bara í bæjarvinnuna,“ sagði hann, en ég var nú ekki alveg tilbúinn að sætta mig við það. Svo ég fór bara til bróður hans, sem var með annan bát hérna sem hann gerði út á sumrin. „Já, já, ekkert vandamál. Komdu bara,“ svaraði hann. Þar hófst minn sjómannsferill, 15. júní 1974, á snurvoð. Mér tókst aðeins að snúa á pabba þarna,“ segir Hafsteinn léttur í bragði.

 

„Hefði orðið helvíti góður prestur“

Hafsteinn tók sér frí frá skóla einn vetur til að fara á vertíð áður en leiðin lá í Stýrimannaskólann 1978. Tilveran hefði þó getað tekið aðra stefnu. „Þegar ég var 15 ára fékk ég hugmynd, sem ég sé stundum eftir að hafa ekki látið verða af. Þá var ég að spá í að breyta til, fara í guðfræðina og verða prestur,“ segir hann. „Ég held ég hefði orðið helvíti góður prestur,“ segir Hafsteinn.

 

Lesa má viðtalið við Hafstein í heild sinni í Sjómannadagsblaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira