Snæfellingar ríða á vaðið í Mjólkurbikarnum þetta árið, fyrstir Vesturlandsliða. Ljósm. úr safni/ sá.

Bikarinn að byrja

Um helgina verður keppt í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu. Bikarkeppni karla hefst í dag, föstudaginn 5. júní og munu tvö Vesturlandslið keppa um helgina. Snæfellingar mæta Selfyssingum á útivelli í kvöld og á morgun taka Skallagrímsmenn á móti Ými í Borgarnesi.

Á sunnudaginn, 7. júní, hefst keppni í Mjólkurbikar kvenna. Þá fara Skagakonur til Hveragerðis og mæta Hamri.

Þegar lengra er liðið á bikarkeppnirnar bætast síðan lið úr efstu tveimur deildum karla og efstu deild kvenna í pottinn, sem venja er.

Líkar þetta

Fleiri fréttir