Ágúst Jónsson við bátinn sinn Jón Beck SH-289. Ljósm. tfk.

Þrátt fyrir óhapp á sjó leitaði hugurinn sífellt þangað

Ágúst Jónsson á bátinn Jón Beck SH-289 og gerir út á strandveiðum frá Grundarfirði. Gústi Jóns, eins og hann er iðulega kallaður, er rafvirki að mennt og er það hans aðalstarf. Hann byrjaði ungur á sjó, var aðeins 18 ára þegar hann hóf sjómannsferilinn.

„Ég fór fyrst á sjóinn árið 1978 er ég réði mig á Fanneyju SH-24 sem var á netum frá Grundarfirði. Þar fékk maður smjörþefinn af þessu og líkaði vel,“ segir Gústi. Síðan lá leiðin á Haffara SH-275 þar sem örlögin gripu í taumana. „Ég lenti í slysi þarna um borð en það var í eitt skiptið þegar við vorum að láta trossuna fara að ég kipptist með henni og út í sjó,“ rifjar Gústi upp. „Þeir náðu að snúa bátnum og kippa mér upp en ég var í nokkrar mínútur í sjónum og var sannast sagna hætt kominn,“ bætir hann við.

Þetta var árið 1980 og þarna breyttist viðhorfið til sjómennskunnar. „Eftir þetta hét ég því að fara aldrei á sjó aftur og taldi mínum sjómannsferli lokið,“ segir hann.

Sjá nánar viðtal við Ágúst í Sjómannadagsblaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira