Ungir knapar á verðlaunapalli. Ljósm. úr safni/ iss.

Startmót Borgfirðings og Dreyra á sunnudaginn

Startmót Borgfirðings og Dreyra verður haldið á félagssvæði Borgfirðings verður haldið á félagssvæði Borgfirðings við Vindás sunnudaginn 7. júní næstkomandi. Mótið hefst kl. 12:00 og keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Teymdir pollar og pollar, barnaflokkur T7, unglingaflokkur T3, ungmennaflokkur T3, 2. flokkur T7, 1. flokkur T3, opinn flokkur T1, 100 metra skeið og nýhestaflokkur (fegurðartölt, stöðvað, snúið við og sýnt annað hvort fegurðartölt eða brokk). Skráð er til keppni í nýhestaflokki undir „Opinn flokkur Tölt T8“.

Skráningargjöld eru kr. 2.500 fyrir alla flokka nema polla og barnaflokk. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur skráningu á morgun, föstudaginn 5. júní kl. 22:00. Ef á aðstoð þarf að halda (eða skrá í pollaflokk) má senda póst á borgfirdingur@borgfirdingur.is eða hringja í síma 898-4569.

Líkar þetta

Fleiri fréttir