Pétur Pétursson um borð í gamla Bárði í höfninni á Arnarstapa. Ljósm. af.

„Sjómennskan á við mig, það er bara svoleiðis“

„Ég fylgdist alltaf með bátunum fyrir framan Malarrif þegar ég var lítill strákur, vertíðarbátum á veturna og snurvoðarbátum á sumrin. Mér fannst þetta eitthvað heillandi, að sjá bátana í bongóblíðu, alveg uppi í fjöru að mokveiða fisk. Þetta var spennandi og líf í kringum þetta allt saman,“ segir hann. „Þegar maður byrjaði síðan sjálfur á sjónum sá maður að það voru tekjumöguleikar í greininni. En fyrst og fremst var það umhverfið sem heillaði mig. Að vera á bryggjunni, niðri við sjóinn. Allt saman togar þetta í mann. Sjómennskan á við mig, það er bara svoleiðis,“ segir Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri frá Malarrifi.

Hann hefur verið lengi til sjós. Alla tíð hefur hann róið til fiskjar frá Arnarstapa en á veturna hefur einnig verið róið frá Ólafsvík, einkum í seinni tíð. Skessuhorn hitti Pétur að máli á bræludegi á Arnarstapa nú fyrir skömmu og ræddi við hann um útgerðina, sjómennskuna, pólitík og áhugasama afastrákana.

Viðtal við Pétur má lesa í heild sinni í Sjómannadagsblaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira