Helgi Björnsson náði sínum fyrsta á land eftir að hafa misst tvo áður. Ljósm. Helga Kristin Tryggvadóttir.

Helgi Björns og Vilborg opnuðu Norðurá í morgun

Veiði hófst í Norðurá í morgun og að þessu sinni voru það hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir sem opnuðu ána að þessu sinni. „Það eru allavega komnir átta laxar á land í morgun og Helgi Björnsson var að landa rétt áðan, hann hafði misst tvo áður,“ segir Einar Sigfússon í veiðihúsinu við Norður á í Borgarfirði í samtali við Skessuhorn. byrjaði rólega en þegar um leið og fór að hlýna eftir því sem leið á daginn fór laxinn að taka hjá veiðimönnum. „Þetta er bara góð byrjun og lofar góðu með sumarið hjá okkur. Vilborg Halldórsdóttir veiddi maríulaxinn sinn og það var feiknalega gaman. Það er greinilega komið eitthvað af fiski og það sást lax upp við Glitstaðabrú fyrir nokkrum dögum,“ segir Einar.

„Það var meiriháttar að fá maríulaxinn og veiðin er skemmtileg, en ég veit ekki hvort ég fæ samt veiðidelluna,“ segir Vilborg Haldórsdóttir og Helgi Björns tók í sama streng rétt eftir að hann missti fyrri laxinn. „Þetta kemur allt á eftir,“ sagði Helgi og það voru orð að sönnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira