Garðar Gunnlaugsson í Kárabúningnum. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára.

Garðar Gunnlaugs í Kára

Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur skrifað undir samning við Kára. Hann lagði skóna á hilluna síðasta haust, en hefur nú ákveðið að taka þá fram að nýju og leika með Káramönnum í 2. deildinni í sumar.

Garðar þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hann hóf meistaraflokksferilinn með ÍA árið 2001 og varð Íslandsmeistari með liðinu sama sumar og bikarmeistari 2003. Árið 2004 gekk hann til liðs við Val áður en leiðin lá í atvinnumennskuna. Á árunum 2006 til 2011 lék Garðar með Dunfermline í Skotlandi, IFK Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofiu í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og SpVgg Unterhaching í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin aftur heim á Akranesi árið 2012 og með Skagamönnum lék Garðar þar til árið 2018 að hann gekk til liðs við Val. „Þessi mikli markaskorari státar af löngum og farsælum ferli í efstu deildum með ÍA og val, en þar hefur hann skorað yfir 100 mörk,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir