Gunnar Einarsson. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Kára.

Gunnar Einarsson þjálfar Kára

Knattspyrnufélagið Kári hefur samið við Gunnar Einarsson um að taka við þjálfun liðsins. Var hann valinn úr hópi átta umsækjenda. Eins og áður hefur verið greint frá var Jón Aðalsteinn Kristjánsson ráðinn þjálfari liðsins síðasta haust en þurfti að láta af störfum nú í vor. Káramenn hófu leit að þjálfara og hafa núna ráðið Gunnar til starfsins.

Gunnar var aðstoðarþjálfari Þorsteins Gíslasonar hjá Leikni R. frá 2009-2012 og var um tíma aðalþjálfari félagsins. Hann hefur að undanförnu þjálfað hjá val og starfar sem rekstrarstjóri Mjölnis.

Á sínum leikmannaferli varð Gunnar fjórfaldur Íslandsmeistari með KR og Val og tvisvar bikarmeistari. Hann lék auk þess sem atvinnumaður í Hollandi og Englandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir