Kynntu nýja boli fyrir Sjóvá Kvennahlaup

Nýr og endurhugsaður Kvennahlaupsbolur var afhjúpaður í dag. „Bolurinn er tákn nýrra tíma, hugsaður frá grunni og slær tóninn fyrir nýja hugsun,“ segir í tilkynningu.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13. júní, þrjátíu árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Árið 2020 er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.

Líkar þetta

Fleiri fréttir