Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir, formaður FIMA, Henrik Pilgaard og Þórdís Þráinsdóttir yfirþjálfari. Ljósm. FIMA.

Nýr fimleikaþjálfari ráðinn til FIMA

Síðastliðinn laugardag skrifaði Fimleikafélag Akraness undir þjálfarasamning við Henrik Pilgaard. Hann mun hefja störf hjá félaginu í ágúst, í 50% stöðu til að byrja með, en síðan í fullu starfi.

Henrik er fæddur í Danmörku árið 1991 en hefur þjálfað á Íslandi til margra ára. Hann býr að mikilli reynslu, bæði sem fimleikaþjálfari og -iðkandi. Hann æfði með blandaða landsliðinu og einnig hefur hann komið að þjálfun landsliðsins. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari stráka hjá Stjörnunni. „Það er mikill fengur fyrir Fimleikafélag Akraness að fá hann til okkar,“ segir á vefsíðu fimleikafélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir