Ljósm. úr safni af.

Boltinn byrjar í júní

Ný drög að leikjaniðurröðun Íslandsmótsins í knattspyrnu hafa verið birt á vef Knattspyrnusambands Íslands. Upphaf móta miðast við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að heilbrigðisyfirvöld heimili að leikir verði spilaðir. Gert er ráð fyrir að öll mót sumarsins á vegum KSÍ, nema fyrirhuguðu keppni varaliða í meistaraflokki karla.

Mjólkurbikar karla og kvenna hefst 5. júní. Meistarakeppni kvenna fer fram 6. júní og meistarakeppni karla 7. júní. Fyrstu leikirnir í Pepsi Max deild kvenna verða spilaðir 12. júní og daginn eftir, 13. júní, hefst keppni í Pepsi Max deild karla. Önnur mót meistaraflokka hefjast 16.-19. júní.

Upphaf móta miðast við að félög hafi nægan tíma til að undirbúa leikmenn fyrir tímabilið. Ákvörðun um að flýta upphafi móta og þar með fjölga mögulega þeim leikjum sem fara fram án áhorfenda, getur haft áhrif á tekjur félaga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir