Á vettvangi skimunarinnar á sjúkrabílastöðinni við Þjóðbraut. Ljósm. kgk.

Skimað fyrir Covid-19 á Akranesi – MYNDASYRPA

Í morgun hófst skimun fyrir Covid-19 á Akranesi. Verður skimað í dag og á morgun, fimmtudag. Það eru Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Íslensk erfðagreining sem standa að skimuninni. Skessuhorn fékk að líta við á sjúkrabílastoðina við Þjóðbraut, þar sem starfsfólk HVE stendur vaktina við sýnatöku. Að sögn heilbrigðisstarfsmanna líkar þeim vel sú tilbreyting sem felst í skimuninni; að fá að vinna í teymi með öðrum eftir að hafa undanfarið þurft að sinna sínum störfum að miklu leyti í afar takmörkuðum samskiptum við annað fólk.

Búið að fjölga tímum

Viðtökurnar við skimuninni hafa verið afar góðar, að sögn starfsfólks HVE á vettvangi. Upphaflega voru 500 tímar í boði þessa tvo daga en fylltust á tveimur klukkustundum þegar opnað var fyrir bókanir í gær. Vegna fjölda áskorana hefur því verið ákveðið að bæta við tímum. Hægt er að bóka tíma í skimun á http://bokun.rannsokn.is.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir