Unnar Þór Garðarsson þjálfari, Erna Björt Elíasdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir og Selma Dögg Þorsteinsdóttir. Ljósm. KFÍA.

Þrjár sömdu við ÍA

Þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur hafa skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA. Erna Björt Elíasdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir og Selma Dögg Þorsteinsdóttur sömdu allar við Skagaliðið á dögunum. Þær eru allar fæddar árið 2002 og uppaldar hjá félaginu. Selma Dögg lék átta leiki með ÍA í Inkasso deildinni síðasta sumar, Anna Þóra lék sex leiki og Erna Björt fjóra. „Þetta eru framtíðarleikmenn liðsins,“ segir á vef KFÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Spíttbústaður

Umsjónarmenn sumarbústaðar í Hvalfirði höfðu samband við Lögregluna á Vesturlandi í vikunni sem leið. Bústaðurinn er leigður út til skamms... Lesa meira