Kennt frá „sólarströnd“

Tæknina hafa kennarar við Menntaskóla Borgarfjarðar tekið í sína þjónustu eftir að framhalsskólum landsins var lokað samhliða samkomubanni. Reynt er eftir fremsta megni að raska námi sem minnst og því kennt í fjarkennslu.

Kennararnir hafa jafnframt nýtt tækifærið til að bregða á leik, til að reyna að létta nemendum og sjálfum sér lundina á þessum erfiðu og fordæmalausu tímum. Tæknin gerir kennurum kleift að sinna starfi sínu frá „sólarströndum“ í óræðum löndum, en ástandið fer auðvitað misvel í fólk og jafnvel valdið ótrúlegasta fólki hárlosi.

Kennarar MB reyna að fremsta megni að létta nemendum lífið um leið og þeir nota tæknina í kennslunni. Góða helgi 😀

Posted by Menntaskóli Borgarfjarðar on Friday, March 20, 2020

Líkar þetta

Fleiri fréttir