Svipmynd frá leik ÍA í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

Frestað fram í miðjan maí

Íslandsmótið í knattspyrnu og bikarmótið mun hefjast um miðjan maí, að því gefnu að samkomubanni ljúki um miðjan aprílmánuð. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum í gær. Staðan verður endurmetin um miðjan apríl þegar frekari upplýsingar liggja fyrir og ef til þess kemur að samkomubann verði framlengt. „Þannig er gert ráð fyrir að hæfilegur tími líði frá lokum samkomubannsins þar til keppni getur hafist í öllum mótum,“ segir á vef KSÍ.

Keppni í Lengjubikarnum 2020 er lokið og engir meistarar verða krýndir. Þá var samþykkt að Meistarakeppni KSÍ verði frestað og hún hugsanlega felld niður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira