Ljósm. úr safni/ kgk.

Keppni hætt í körfunni

Ekki verður keppt meira í Íslandsmótinu í körfuknattleik á yfirstandandi keppnistímabili. Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum í dag að hætta keppni í tveimur efstu deildum karla og kvenna vegna Covid-19 veirunnar. Áður hafði verið ákveðið að hætta keppni í neðri deildum og Íslandsmóti yngri flokka. Engir Íslandsmeistarar verða krýndir í meistaraflokkum karla og kvenna keppnistímabilið 2019-2020.

Niðurstaðan sem deildarkeppni í tveimur efstu deildum karla og kvenna hefur þegar gefið ræður. Valskonur eru því deildarmeistarar í Domino‘s deild kvenna og Fjölnir í 1. deild kvenna. Fjölniskonur vinna sér sæti í Domino‘s deildinni fyrir næsta keppnistímabil og taka sæti Grindavíkur sem fellur úr deild þeirra bestu.

Stjarnan er deildarmeistari Domino‘s deildar karla og Höttur deildarmeistari 1. deildar. Hattarmenn vinna sér þar með sæti í efstu deild, en Fjölnir fellur úr Domino‘s deildinni. Engar frekari breytingar verða á Domino‘s deildum karla og kvenna.

Fyrir Vesturlandsliðin þýðir þetta að Skallagrímskonur ljúka keppni í 4. sæti Domino‘s deildinni og Snæfellskonur í 6. sæti. Í 1. deild karla lýkur Skallagrímur keppni í 7. sæti en Snæfellingar í 9. sætinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira