Frá leik ÍA og KA í efstu deild karla síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

Knattspyrnuleikjum frestað

Öllum knattspyrnuleikjum á vegum Knattspyrnusambands Íslands hefur verið frestað í ljósi samkomubanns sem lýst var yfir á föstudag. Stjórn KSÍ ákvað því að fresta öllum leikjum á vegum sambandsins, landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á meðan samkomubann er í gildi. Stjórnin hvatti aðildarfélög sín til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi.

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur frestað öllum mótum yngri landsliða til 14. apríl. Á morgun, þriðjudaginn 17. mars, verður tekin ákvörðun um hvort fresta þurfi umspilsleik karlalandsliðsins um mögulegt sæti í lokakeppni EM, sem og öðrum landsleikjum sem áformaðir voru dagana 23.-31. mars næstkomandi.

Fótbolti.net greinir frá því að líklega muni ekki gefast tími til að ljúka keppni í Lengjubikarnum í ár en hins vegar verði upphafi Íslandsmótsins ekki frestað að svo stöddu. Enn er stefnt að því að keppni í Pepsi Max deild karla hefjist 22. apríl og Pepsi Max deild kvenna 30. apríl. „Grundvöllurinn á þessari ákvörðun er þetta fjögurra vikna samkomubann. Hvað verður svo, verður að koma í ljós,“ er haft eftir Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, á vef Fótbolta.net.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira