Ljósm. úr safni/ Skallagrímur/ Gunnhildur Lind Photography.

Borgnesingar lágu gegn toppliðinu

Skallagrímsmenn mættu ofjörlum sínum þegar þeir heimsóttu topplið Hattar austur á Egilsstaði í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Skallagrímsmenn náðu að hanga í Hetti í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku heimamenn öll vold á vellinum í síðari hálfleik og sigruðu að lokum örugglega, 85-66.

Heimamenn höfðu yfirhöndina framan af fyrsta leikhluta og komust mest átta stigum yfir. Þá tóku Borgnesingar góða rispu og náðu að minnka muninn í eitt stig áður en leikhlutinn var úti, 16-15. Borgnesingar jöfnuðu metin í upphafi annars leikhluta áður en Höttur náði forystunni að nýju. Skallagrímur minnkaði muninn í fimm stig seint í leikhlutanum en heimamenn áttu lokaorðið í fyrri hálfleik og leiddu með sjö stigum í hléinu, 40-33.

Heimamenn juku forskot sitt í 13 stig snemma í seinni hálfleik og þannig var staðan um það bil þangað til um miðjan þriðja leikhlutann. Eftir það skildu leiðir og Höttur var 22 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn, 66-44. Borgnesingar löguðu stöðuna lítið eitt í fjórða leikhlutanum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Loktaölur voru 85-66, Hetti í vil.

Kristófer Gíslason var stigahæstur í liði Skallagríms með 18 stig og átta fráköst að auki. Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði 16 stig, Kenneth Simms var með 14 stig, 13 fráköst og sex stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson skoraði átta stig, Davíð Ásgeirsson var með fjögur og þeir Arnar Smári Bjarnason, Kristján Örn Ómarsson og Marinó Þór Pálmason skoruðu tvö stig hver.

Matej Karlovic skoraði 19 stig fyrri Hött, Ásmundur Hrafn Magnússon var með 16, Dino Stipcic skoraði tólf stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst og David Guardia Ramos skoraði ellefu stig og tók sex fráköst.

Borgnesingar sitja í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum meira en Sindri og Snæfell í sætunum fyrir neðan en tíu stigum á eftir Selfyssingum. Næsti leikur Borgnesinga er heimaleikur gegn Sindra fimmtudagin 19. mars. Er það jafnframt síðasti deildarleikur Borgnesinga í vetur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira