Frá fyrirtækjadegi Rótarýklúbbs Borgarness árið 2014. Ljósm. úr safni.

Fyrirtækjakynningu frestað

Fyrirtækjakynningu á vegum Rótarýklúbbs Borgarness, sem fara átti fram í Hjálmakletti laugardaginn 14. mars næstkomandi, hefur verið frestað fram á haust. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi Rótarýklúbbs Borgarness á miðvikudagskvöld.

„Ákveðið var að grípa til þessara varúðarráðstafana vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu vegna kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá Rótarýklúbbi Borgarness.

Til stóð að fyrirtæki og rekstraraðilar á starfssvæði klúbbsins myndu kynna starfsemi sína og um leið vekja athygli samfélagsins á eigin starfsemi. Nú er ljóst að sú kynning mun bíða þar til á haustmánuðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira