Enrique Snær Llorens. Ljósm. úr safni/ SSÍ/Golli.

Setti Akranesmet í Lettlandi

Fimm sundmenn frá Sundfélagi Akraness eru þessa dagana á opnu meistaramóti í Lettlandi. Það eru þau Atli Vikar Ingimundarson, Brynhldur Traustadóttir, Enrique Snær Llorens, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Sindri Andreas Bjarnason. Alls taka 528 keppendur frá sjö löndum þátt í mótinu.

Nú í morgun setti Enrique Snær Llorens nýtt Akranesmet í 400 m skriðsundi, sem hann synti á 4.17,94. Eldra met var 4.17,94 sem Gunnar Smári Jónbjörnsson setti árið 2004.

Brynhildur og Ragnheiður Karen keppa til úrslita í kvöld, Brynhildur í 400 m skriðsundi og Ragnheiður í B úrslitum í 100 m bringusundi og 100 m flugsundi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir