Feðgarnir Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og Matthías Leó Sigurðsson. Pabbinn stóð uppi sem sigurvegari að þessu sinni en sonurinn hafnaði í fjórða sæti. Ljósm. Jónína Björg Magnúsdóttir.

Feðgar gerðu það gott á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í keilu með forgjöf fór fram í Egilshöll dagana 22. til 23. febrúar síðastliðna. Félagar í Keilufélagi Akraness áttu þar titla að verja, en Ágústa K. Jónsdóttir og Guðjón Gunnarsson sigruðu á síðasta ári. Að þessu sinni var það hins vegar Matthías Leó Sigurðsson sem hélt forystu í forkeppninni og hafnaði að lokum í fjórða sæti eftir úrslitakvöldið.

Faðir Matthíasar, Sigurður Þorsteinn Guðmundsson, hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir úrslitakeppnina og í öðru sæti varð Hrannar Þór Svansson, sem áður lék með ÍA. Þriðji var Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR.

Í kvennaflokki röðuðu ÍR-ingar sér í þrjú efstu sætin. Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir sigraði, Valgerður Rún Benediktsdóttir varð önnur og Laufey Sigurðardóttir þriðja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir