Birgir Leifur áfram hjá Leyni

Birgir Leifur Hafþórsson verður áfram íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis. Samningur þess efnis milli klúbbsins og Birgis hefur nú verið endurnýjaður. Mun hann alfarið annast þjálfun barna- og unglingastarfs golfklúbbsins og koma að ýmsum verkefnum í samvinnu við framkvæmdastjóra. Auk þess mun hann hafa umsjón með nýliðakennslu klúbbsins, en öllum nýjum meðlimum býðst að sækja stutt námskeið þar sem farið er yfir undirstöðuatriði golfíþróttarinnar.

Birgir Leifur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi, atvinnukylfingur og PGA golfkennari. „Stjórn GL og framkvæmdastjóri fagna þessum tímamótum og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ segir í frétt á vef Leynis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir