Ljósm. úr safni/ jho.

Eins stigs sigur ÍA

Skagamenn unnu nauman sigur á liði Hrunamanna þegar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á Akranesi. Eins mjótt var á mununum og hægt er, því þegar lokaflautan gall höfðu Skagamenn skorað 80 stig gegn 79 stigum gestanna og fóru því með eins stigs sigur af hólmi.

Eftir leikinn situr ÍA í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig. Liðið hefur fjögurra stiga forskot á Leikni R. en er tveimur stigum á eftir Stál-úlfi og Njarðvík B í sætunum fyrir ofan. Næst leikur ÍA gegn Val B á útivelli föstudaginn 28. febrúar næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir