Leik Skallagríms og Hauka var frestað

Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að leik Hauka og Skallagríms í Dominos deild kvenna í körfubolta, sem vera átti í dag, skyldi frestað vegna veikinda sem herja á leikmannahóp Skallagríms. Leikurinn verður þess í stað spilaður sunnudaginn 1. mars næstkomandi kl. 17 á Ásvöllum.

Í dag fara fram þrír leikir í Domino’s deild kvenna, einn kl. 14:00 þegar Keflavík og KR mætast, annar kl. 16:00 þegar Breiðablik tekur á móti Snæfelli og sá þriðji kl. 16:30 þegar Valur tekur á móti Grindavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir