Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósm. úr safni.

Valdís úr leik í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, er úr leik á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem hófst í Ástralíu í gær.

Valdís lék annan hring mótsins í dag á fjórum höggum yfir pari. Hún byrjaði hringinn illa, fékk þrjá skolla á fyrstu fjórum holunum og leikur hennar var upp og ofan eftir það. Hún fékk tvo fugla í röð en síðan tvöfaldan skolla og skolla. Undir lok hringsins náði hún aðeins að laga stöðuna með einum fugli en lauk keppni á fjórum yfir pari.

Fyrsta hringinn fór hún á fimm höggum yfir pari og lauk því keppni á samtals níu yfri pari og ljóst að hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir