Skallagrímur mætir KR í úrslitaleik Geysisbikars kvenna

Kvennalið Skallagríms var rétt í þessu að sigra Hauka í undanúrslitum Geysisbikars kvenna. Leikurinn fór 86-79 fyrir Borgnesinga sem leiddu allan leikinn, byrjuðu af krafti og létu forystuna aldrei af hendi. Keira Robinson átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði rúmlega helming stiga liðsins, eða 44. Í fyrri undanúrslitaleiknum bar KR sigurorð af Val. Úrslitaleikur Geysisbikarsins, þar sem Skallagrímskonur mæta KR, fer fram á laugardaginn kl 16:30.

Líkar þetta

Fleiri fréttir