Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr BA námi í lögfræði við HR.

Lætur ekki deigan síga og er byrjuð í mastersnámi

Dúxaði í lögfræði við HR þrátt fyrir að hafa átt barn þegar námið var hálfnað

Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. febrúar og hlaut hún viðurkenningu fyrir hæstu lokaeinkunn. Sonja er búsett í Borgarnesi ásamt manninum sínum, Pavle Estrajher, og börnunum þeirra þremur, sem eru sjö ára, fimm ára og eins og hálfs árs.

Hún hefur síðustu ár ekið á milli Borgarness og Reykjavíkur til að fara í skólann og þess á milli sinnt móðurhlutverkinu auk þess sem hún hefur undanfarið unnið í versluninni FOK í Borgarnesi. Þar að auki fæddist Kristín, yngsta dóttir þeirra hjóna, þegar Sonja var hálfnuð með námið.

„Ég lenti í raun á milli kerfa og átti ekki rétt á fæðingarorlofi né auknu svigrúmi hjá LÍN svo ég neyddist bara til að halda mínu striki í náminu. Ég þakka fyrir að Kristín fæddist í júní, þegar ég var nýkomin í sumarfrí. Tveimur og hálfum mánuði eftir að hún fæddist varð ég svo bara að byrja aftur,“ segir Sonja.

Sjá nánar viðtal við Sonju í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir