Búast má við harðri baráttu þegar Skallagrímur og Haukar mætast í undanúrslitum bikarsins á morgun. Ljósm. Skallagrímur.

Bikarslagur á morgun

Skallagrímskonur mæta Haukum í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik á morgun, fimmtudaginn 13. febrúar. Leikið verður í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 20:15.

Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram sama kvöld, og er viðureign Skallagríms og Hauka sú síðari af tveimur. Í hinni fyrri mætast KR og Valur. Sigurvegararnir úr undanúrslitaviðureignunum mætast síðan í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll laugardaginn 15. febrúar næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir