Ljósm. úr safni/ jho.

Skagamenn töpuðu

ÍA og Fjölnir B áttust við í 2. deild karla í körfuknattleik á laugardaginn. Leikið var í Dalhúsum í Grafarvogi. Ekki munaði miklu á liðunum þegar öll kurl voru komin til grafar, því tíu stig skildu liðin að í leikslok. Fjölnismenn sigruðu með sléttum 100 stigum gegn 90 stigum Skagamanna.

ÍA situr eftir leikinn í tíunda sæti deildarinnar með áttas tig, fjórum stigum á eftir Stál-úlfi og Njarðvík í sætunum fyrir ofan en með tveggja stiga forskot á Leikni R. í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur ÍA er gegn liði Hrunamanna föstudaginn 21. febrúar næstkomandi. Sá leikur verður spilaður á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir