Keppnishópur ÍA sem tók þátt í fyrsta móti Íslandsmeistaramótaraðarinnar í grjótglímu. Ljósm. Klifurfélag ÍA.

Klifruðu á verðlaunapall

Fyrsta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar í grjótglímu fór fram í Klifurhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Klifurfélag ÍA sendi stóran hóp til keppni í C og B flokki auk þriggja klifrara í fullorðinsflokki.

Sverrir Elí Guðnason landaði bronsverðlaunum í C flokki og í B flokki vann Sylvía Þórðardóttir til silfurverðlauna. Brimrún Eir Óðinsdóttir hreppti silfrið í Junior-flokki og fylgdi þannig eftir góðri frammistöðu á Reykjavíkurleikunum. „Hópurinn stóð sig allur með prýði og sýndu þau flotta takta á klifurveggnum. Stuðningsmannahópurinn var heldur ekki af verri endanum,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Klifurfélags ÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir