Kristín Þórhallsdóttir (t.h.) á verðlaunapalli á Reykjavíkurleikunum. Ljósm. fengin af vef Kraftlyftingasambands Íslands.

Kristín þriðja á Reykjavíkurleikunum

Kristín Þórhallsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akraness hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum 2020. Hún lyfti 170 kg í hnébeygju, 87,5 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur var því 437,5 kg sem skilaði henni 677,4 IPF stigum. Varð hún hlutskörpust í 84 kg flokki og þriðja í heildarstigakeppninni. Hin bandaríska Kimberly Walford fór með sigur af hólmi í kvennaflokki og Arma Ösp Gunnarsdóttir varð önnur.

Akexander Örn Kárason, úr Kraftlyftingafélagi Akraness varð annar í 105 kg flokki karla. Hann lyfti 245 kg í hnébeygju, 165 kg í bekkpressu sem er met í ungmennaflokki og 250 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur var 660 kg sem skilaði Alexander 616,3 IPF stigum og ellefta sæti í heildarstigakeppninni.

Liðsfélagi hans Einar Örn Guðnason varð þriðji í 120 kg flokki. Hann lyfti 250 kg í hnébeygju, 180 kg í bekkpressu og 270 kg í réttstöðu. Samanlagður árangur Einars var 730 kg og skilaði það honum 625,4 IPF stigum og tíunda sæti í heildarkeppninni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir