Enrique Snær Llorens syndir á Reykjavíkurleikunum. Ljósm. SSÍ/ Golli.

Enrique Snær hreppti silfrið

Keppt var í sundi á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Alls tóku 315 keppendur þátt í mótinu, þar af 115 erlendir. Sundfélag Akraness átti níu keppendur á Reykjavíkurleikunum að þessu sinni. Bestum árangri þeirra náði Enrique Snær Llorens sem hreppti silfurverðlaun í 200 metra flugsundi.

Brynhildur Traustadóttir synti til úrslita í 200 m skriðsundi og Guðbjörg Bjartey komst í úrslit í 50 m bringusundi en þær komust ekki á pall að þessu sinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir