Gettu Betur lið FVA. F.v. Guðmundur Þór, Amalía Sif og Karl Ívar.

FVA féll úr leik

Fjölbrautaskóli Vesturlands beið lægri hlut gegn liði Borgarholtsskóla í 16 liða úrslitum spurningakeppninnar Gettu betur í gærkvöldi.

Viðureigninni lauk með 21-16 sigri Borghyltinga og hefur FVA því lokið keppni í Gettu betur að þessu sinni.

Lið FVA skipuðu þau Guðmundur Þór Hannesson, Amalía Sif Jessen og Karl Ívar Alfreðsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir