Kári Viðarsson leikari er eigandi Frystiklefans í Rifi. Ljósm. úr safni.

Íbúum boðið frítt í Frystiklefann allt árið

Nú árið 2020 verða tíu ár liðin frá því starfsemi hófst í Frystiklefanum í Rifi. Í tilefni þeirra tímamóta ætla aðstandendur menningarhússins, í samstarfi við bakhjarla og velunnara, að færa öllum íbúum Snæfellsbæjar ársmiða að gjöf. Veitir ársmiðinn hverjum þeim sem hefur skráð lögheimili í Snæfellsbæ aðgang að öllum viðburð Frystiklefans á árinu 2020.

„Með þessu sendum við þakkir til samfélagsins. Án ykkar mætingar og stuðnings væri starf okkar tilgangslaust. Til hamingju með afmæið okkar, þetta verður brjálæðislega skemmtilegt ár,“ segir á Facebook-síðu Frystiklefans.

Fyrsti viðburður ársins er leiksýningin Ókunnugur, sem sýnd verður á föstudagskvöld og á laugardag verða tónleikar með Hipsumhaps.

Líkar þetta

Fleiri fréttir