
Stefán og Tryggvi valdir í landsliðið
Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa verið valdir í hóp A landsliðs karla í knattspyrnu sem leikur tvo vináttuleiki í Bandaríkjunum nú í janúar. Fyrri leikurinn verður gegn Kanada 15. janúar og sá síðari gegn El Salvador 19. janúar.
Báðir voru þeir lykilmenn í liði ÍA í Pepsi Max deildinni á liðnu sumri. Tryggvi á að baki þrjá leiki með A landsliðinu og eitt mark, en þetta er í fyrsta sinn sem Stefán Teitur er valinn í hópinn. Hann hefur hins vegar leikið tólf leiki með U21 árs landsliðinu og skoraði í þeim eitt mark.

Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með ÍA í sumar. Ljósm. gbh.