Frá viðrueign Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tækniskólans sem fram fór í gær. Ljósm. Gettu betur.

Keppa í Gettu betur í kvöld

Keppni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV, hófst á mánudagskvöld. Keppt var einnig á þriðjudag og lokakvöld fyrstu umferðar fer fram í kvöld. Þá mæta til leiks Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og Menntaskóli Borgarfjarðar. Fjölbrautaskóli Snæfellinga sendir ekki lið til keppni þetta árið.

Fjölbrautaskóli Vesturlands mætir liði Fjölbrautaskólans í Vestmannaeyjum kl. 19:30. Lið FVA skipa þau Karl Ívar Alfreðsson, Amalía Sif Jessen og Guðmundur Þór Hannesson.

Klukkustund síðar, kl. 20:30, mun lið Menntaskóla Borgarfjarðar etja kappi við Fjölbrautaskólann í garðabæ. Lið MB er skipað þeim Erlu Ágústsdóttur, Svövu Björk Pétursdóttur og Þórði Brynjarssyni.

Alls eru 27 lið skráð til keppni að þessu sinni. Þau lið sem komast áfram í aðra umferð munu keppa 14. og 16. janúar næstkomandi. Átta liða úrslit fara síðan fram í sjónvarpssal frá 31. janúar og úrslitaviðureignin verður í Austurbæ 13. mars næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir