
Þrjár framlengja við ÍA
Knattspyrnukonurnar Erla Karitas Jóhannesdóttir, Sigrún Eva Sigurðardóttir og María Björk Ómarsdóttir endurnýjuðu samninga sína við ÍA skömmu fyrir jól. Allar eru þær fæddar árið 2002 og skrifuðu undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2021.
Erla Karitas hefur leikið 35 meistaraflokksleiki fyrir ÍA og skorað í þeim fimm mörk. Sigrún Eva á að baki 46 leiki fyrir meistaraflokk, en í þeim hefur hún skorað tvö mörk og María Björk hefur leikið 27 meistaraflokksleiki með ÍA. „Þetta eru framtíðarleikmenn liðsins og mikil ánægja með að þær séu að framlengja sína samninga,“ segir í frétt á vef KFÍA.