Gestir Jólagleði í Garðalundi mega búast við því að hitta fyrir alls kyns verur á ferð sinni um ævintýraheim jólanna. Ljósm. úr safni/jho.

Jólagleði í Garðalundi á laugardagskvöld

Ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum í Garðalundi á Akranesi næstkomandi laugardagskvöld, 14. desember. Þá verður haldin hin árlega Jólagleði í Garðalundi. Hefst hún kl. 19:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta, en að svo búnu tekur ævintýraheimur jólanna við.

Sem fyrr er jólagleðin ætluð öllum sem vita að jólasveinninn er til sem og aðstandendum þeirra. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem fastur liður í aðdraganda jólanna á Akranesi. Gestir eru hvattir til að mæta með vasa- eða ennisljós því það er aldrei að vita hvaða skógarverur leynast í ævintýraheimi jólanna, verur sem betra er að geta lýst upp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira